Ég er ekki viss hvort að þetta sé rétta áhugamálið but here it goes.

Ég er sem sagt í veseni með kvikmynd sem ég er að reyna að horfa á. Ég prófaði fyrst að horfa á hana í Winamp, það var ekki möguleiki. Allt hljóð varð fáránlega afbakað og yfirgnæft af suði.
Svo prófaði ég Media Player Classic, það virtist ætla að ganga vel alveg þar til einhver í myndinni fór að tala. Allt tal varð of lágt og öll bakgrunnshljóð of há. Sama sagan varð í Windows Media Player.

Þetta vesen er bara með þessa mynd, þegar ég prófa að horfa á eitthvað annað gengur það vel. A.m.k. í Media Player Classic, það hlýtur að vera eitthvað að Winamp þar sem tölvan frýs alltaf um leið og ég reyni að horfa á eitthvað í því, hefur samt virkar vel áður en ég reyndi að horfa á þessa mynd.

Veit einhver hvernig hægt er að laga þetta?

Bætt við 3. janúar 2008 - 22:27
Og kannski ég noti bara þennan þráð til að biðja um hjálp varðandi iPodinn minn.

Ég á iPod Classic 80 gb sem virkaði vel þar til ég downloadaði Software Update á iPodinn, þá festist hann í Recovery Mode og ég gat ekker notað hann eða opnað hann í iTunes. Það kom bara upp gluggi sem sagði mér að ég þyrfti að restora iPodinn til þess að ég gæti notað hann aftur.
Þá restoraði ég iPodinn, en allt kom fyrir ekki og sama error message kom upp. Ekkert breyttist eftir að ég restoraði iPodinn.
Ég endurtók þetta nokkrum sinnum en það breytti engu.

Ég er búin að googla þetta og reyna ýmislegt sem aðrir hafa reynt í sömu stöðu, en það virðist ekki gera neitt.
Hefur einhver annar lent í þessu og veit mögulega hvað ég get gert?