Þannig er mál með vexti að ég á tölvu og hún hætti að hlaðast. Ég því fór í ákveðið fyrirtæki sem er með þessar tölvur og sagði þeim frá vandamálinu.. Maðurinn í búðinni sagði það algengast að það væri bara hleðslutækið, svo ég kaupi nýtt hleðslutæki. Þegar ég kem svo heim virkar það ekki! Ég fer daginn eftir í verslunina snemma eftir hún var opnuð og kom þá með tölvuna og sagði afþví ég bjóst við að tölvan virkaði (maðurinn sagði það væri oftast hleðslutækið!!) væri ég í tímaþröng vegna skil á verkefni. Ég hringi svo í verkstæðið um 4 til hálf-fimm leitið og spyrst fyrir um tækið. Verkstæðið lokar 5. Neinei.. hann var ekki byrjaður á því og hann sagði hann myndi fyrst kíkja á þetta tæki í staðinn fyrir önnur bæði vegna þess ég var í tímaþröng og var látin kaupa hleðslutæki útaf engu. Hann hringir svo í mig korter í 6 og ég varð alveg himinlifandi og keyrði afstað í verslunina til þess ná í tölvuna haldandi að vesenið geti ekki orðið mikið meira. I was wrong. Ég sá reikning upp á 17.000!! hann hafði látið mig borga fyrir 3 tíma fyrir viðgerð, í yfirvinnu og líka ábyrgðina. Hvað á ég að gera?
1. ég kom með tölvuna snemma og hann lét mig borga fyrir yfirvinnu!
2. hann hafði látið mig borga fyrir ábyrgðina, guð veit afhverju! hann sagði það væri e-h höggskemmd.
3. ég hringi c.a hálf 5 og hann er ekki byrjaður á tölvunni, og lætur mig borga 3 tíma.

Ég segi við starfsmanninn það sé skítalykt af þessu og strunsa út. Í dag hringi ég í yfirmanninn, hann segir:
1. það taki bókstaflega þennan tíma að laga þetta (ég harðneita hinsvegar í samtalinu, ég veit betur og hann gabbar mig ekki sisvona) og bauðst til að taka hálftima af.

Bætt við 12. desember 2007 - 23:52
þetta er Svar tækni í Síðumúlanum, þau eru með Acer tölvurnar.
(ef það hefur farið fram hjá einhverjum) ÞÁ HEF ÉG EKKI FENGIÐ TÖLVUNA, ÞAR SEM ÞEIR HALDA TÖLVUNNI ÞANGAÐ TIL ÉG BORGA REIKNINGINN.
Endilega leiðréttið mínar stafsetninga og málfræðivillur!!