Ég er með Fujitsu Siemens fartölvu og langar til þess að efla hana enn frekar,hún er ekki að runna nógu vel í leikjum. tími ekki að uppfæra gömlu borðtölvuna, myndi vera of mikið sem að þyrfti að laga. En það helsta um hana hér:
Örgjörvi: Intel Core Duo CPU T2450 2.00Ghz
Minni: 1918 mb
Skjákort: ATI Radeon Xpress Series 128 mb
Hvað finnst ykkur hugarar að ég þyrfti að efla til þess að ráða við eitthvað í líkindum við, segjum bara Gears of war. Ég hef getið mér til um að það eina sem að er í lægri kantinum er örgjörvinn, en auðvitað þyrfti ég að efla hana mikið meira til þess að ráða við eitthvað í líkindum við Gears of War og Bioshock. En ef að það yrði of dýrt operation þá myndi ég svosem alveg tíma að taka borðtölvuna í gegn en hún er minnir mig(man ekki gerðirnar)
128 mb skjákort
700 og eitthvað mb minni
1,83 Ghz örgjörvi held ég.
Þetta er Ace tölva ef að það breytir eitthverju…
Og vil ekki vera að eyða meira en svona 30 - 40 kalli í þetta, helst 30 eða undir.
Mun pottþétt fá eitthvað comment eins og “gaur, þú spilar ekki leiki eins og Gears of War og Bioshock í fartölvu” og látið það þá bara flakka.
Timpua