Vista er svona 200% öruggara en XP
Setti upp XP og Vista á sama tíma á tveim tölvum.
Eftir 2 vikur, XP komið með slatta af Spyware.
Vista ekki EITT!
UAC Control er meginöryggið við Vista, og það sem fólke r að væla að ekkert virki í vista er að það þarfa að ræsa sum prógröm sem administrator.
Vista DirectX10 VS XP DirectX9
Vista tekur default meira vinnsluminni IDLE en XP en þegar þú ferð að opna fullt af forritum ís taðinn er Vista hraðara að opna með þeim skilyrðum að hann er búinn að cacha flest í minninu á OS þannig allt gengur hraðar ís taðinn fyrir XP að þú ert með miklu minna loadað á minnið en í staðinn þarf hann að opna fleiri .sys filea til að opna prógröm.
Ef að Vista var upphaflega á tölvunni er gert ráð fyrir að það sé nógu öflugt til þess að keyra Vista.
Vista er yfir höfuð notendavænna. Ruglingslegt fyrir þá sem eru vanir XP en eftir nokkrar vikur þá á þér eflaust eftir að finna Vista þægilegra, svo miklu betra að finna týnda hluti í Vista en í XP.
Sumt er ekki ennþá komið í Vista eins og t.d. fyrir mig sem notar mikið IPX protocol og fleira.
En hinn venjulegi notandi þarf ekkert á þessu að halda.
Fyrir mér er Vista á enn hálfgerðu Final BETA stigi en ég skal lofa að þetta á eftir að verða miklu betra, það eru alltaf að koma fleiri og fleiri uppfærslur, og þeir sem eru að hanna forrit eru meir og meir að gera compatible fyrir Vista.
Myndi bara vera þolinmóður/þolinmóð varðandi þetta.
Vona að þetta hafi hjálpað.