Ég veit ekki alveg hvort þetta sé hárrétta áhugamálið fyrir þetta… en ég sá ‘tækni’ einhversstaðar þarna.

Ég hef heyrt um tvær leiðir til að færa VHS yfr á DVD.

1) Að eiga DVD/VHS spilara með upptökutækni á báðu. Ýta bara á play á einu og rec á hinu. En það kostar í lægsta lagi 30 og eitthvað þúsund.

2) Eitthvað sjónvarpskort sem maður getur sett í tölvuna sem nemur sendingar frá vídjótæki. Þannig á maður að geta tekið upp af því á tölvunni. Ég fatta ekki nákvæmlega hvernig það er gert.

Svo: Er eitthvað sem ég get og ætti að nota þarna eða eru betri leiðir til?