Ég hef tekið eftir því að þegar ég skrifa á nýju tölvunni minni þá koma stafirnir aðeins á eftir. Þetta er sterk tölva og venjulega ætti það ekki að gerast. Ég fór með tölvuna þar sem ég keypti hana og þeir finna ekki vandamálið og sögðu mér meira að segja að þetta væri bara ímyndunaraflið í mér. Tölvan er með windows vista og samkvæmt þeim er vista að kenna. Við prófuðum að skrifa á aðra alveg eins tölvu,nema með sama harða diskin, en það gerist það sama. Nú staðfestu þeir það alveg 100% að það væri vista að kenna og ég gat heldur ekkert sagt, þeir lokuðu alveg fyrir mér.
Í dag fór ég í tölvulistanum og prófaði nokkrar tölvur sem voru þó nokkuð slakari en mín og ég sá að umtalandi vandamál var ekki í þeim. Ég þar með gat verið nokkuð viss að það var ekki alveg vista að kenna og ég veit ekki hvað ég á að gera.
Kannist þið við þennan vandamál og hvernig laga ég það?
Hér er tölvan:
http://start.is/product_info.php?cPath=138_253&products_id=1909