Ég hef ekki heyrt neitt slæmt um Packard Bell (ekkert gott heldur).
Í sambandi við Acer fartölvurnar þá verð ég bara að segja þér eina sögu: Við vorum 7 strákar í bekk, einn var með Thinkpad vél, einn með Dell, einn með HP og hinir 3 voru með Acer fartölvur.
Í þrjú ár biluðu Thinkpad, Dell og Hp tölvurnar aldrei en það var vesen með ALLAR Acer fartölvurnar
Í einni klikkaði geisladrifið, hrundi harði diskurinn í annarri og skjárinn í þeirri þriðju. Meira að segja var þetta önnur acer tölvan hjá þeim þar sem diskurinn hrundi en í fyrri Acer tölvunni hrundi móðurborðið.
Miðað við þessa reynslu get ég alls ekki mælt með Acer
Ég átti Dell af þessum tölvum og ég er hæstánægður með hana, virkar prýðilega eftir allan þennan tíma. Félagi minn sem var með HP var líka mjög ánægður með sína þannig að ég myndi mæla með annað hvort Dell eða HP, vel settur með aðra hvora týpuna.