Medion er vægast sagt skelfilegt. Fjöldaframleitt rusl sem bilar endalaust. Heimilis tölvan hjá mér er medion og hún er alltaf til vandræða. Stuttu eftir að við keyptum hana skellti ég USB PCI korti í hana akkúrat undir skjákortið. Eftir að við vorum búinn að eiga tölvuna í nokkurn tíma tók ég USB kortið úr og aðeins nokkrum klukkutímum eftir það fraus tölvan vegna þess að skjákortið ofhitnaði. USB PCI kortið sem ég setti í hafði nefnilega veirið að leiða út hitan úr skjákortinu og hélt því þarf af leiðandi á lífi! :S
Jæja, ég hló bara að medion og skokkaði út í tölvubúð til þess að kaupa auka viftu til þess að kæla skjákortið. Þegar ég kem heim og opna tölvuna tek ég hinsvegar eftir því að það er enginn staður í kassanum sem er ætlaður til þess að setja viftu á. Ég endaði með því að þurfa að festa viftuna með tvöföldu límbandi við hliðina á skjákortinu….ég mun ekki koma nálægt medion héðan í frá.
Það er án efa best að setja saman tölvu sjálfur en margir sem treysta sér ekki í það þar sem að það er full flókið verk ef maður skilur ekki almennilega hvernig tölvur virka. Ef svo er þá er best að láta tölvubúðir gera sér tilboð (tölvubúðir er fleitletrað því ég meina tölvubúðir, ekki elkó eða BT eða svoleiðis búðir heldur td. Att, Kísildalur, tölvuvirkni, tölvutækni ofl.), þú segir þeim bara verð og þeir koma með dæmi af tölvu sem þeir gætu selt þér fyrir það. Best er þá að spurja sem flestar búðir, þú getur síðan spurt hér aftur hvaða tilboð væri þá best að taka.