Sælt veri fólkið.
Ég er í smá vanda með biosoinn hjá mér. Vandinn er að það komst vírus í biosinn (W32) og ruglaði hann alveg.
Í hvert skipti sem ég slekk á tölvunni (rafmagnið af, ekki restart), þá fer biosinn í default settings (eða næstum). Klukkan fer á 00, 1 jan 2002 o.s.fr. Verra er að örgjörvinn er sagður c.a. 450 MHz hægari en hann er í raun.
En allavega, þetta gerist í hvert skipti sem ég slekk á tölvunni. Vitiði nokkuð hvað er hægt að gera? Verð ég bara að flasha biosinn eða?