Daginn

Ég á í vandræðum með tölvumúsina mína. Hún er af gerðinni Logitech MX500.

Hún á það til að disconnecta (aftengjast) við og við, þó svo að það sé enn ljós undir henni. Bendillin er þá eins og frosinn á skjánum. Til að laga þetta verð ég að aftengja músina og setja hana aftur í samband. Þá helst þetta gott í 5-10 mínútur þangað til að bendillinn frís aftur á skjánum.
Ég er með nýjasta driverinn fyrir þessa mús.

Gæti þetta verið boð um að músin sé gömul og komin á ellina og tími sé kominn að kaupa nýja mús?? hún er 4 ára.