{Application} has encountered a problem and needs to close. We are sorry for the inconvenience.
Þessa villumeldingu kannast flestir við. Nú er málum þannig háttað að ég fæ þetta við hvaða forrit sem ég opna. Ég get þá valið um að senda error report eða ekki, og þegar ég hef valið annað hvort þá lokast forritið. Sum forrit, þá einkum tölvuleikir, loka sér bara strax og því ekkert hægt að færa villumeldinguna út í horn og halda áfram að vinna eins og ég er að gera við Firefox í augnablikinu, eins illa og mér líkar við það.
Ég er búinn að keyra AdAware og Spybot og ekkert fannst. Ég googlaði þetta líka en fann engan þráð á neinum forums sem tengdist því að ÖLL forrit fengju þessa meldingu þegar þau eru opnuð (að því er virðist) að ástæðulausu. Windows Explorer fær þetta ekki þó.
Ég man ekki eftir neinu sem gæti hugsanlega valdið þessu, þetta byrjaði bara þegar ég kveikti á tölvunni áðan.
Með von um hjálpleg svör.
Bætt við 18. apríl 2007 - 23:21
Nevermind, ég reinstallaði Windows XP og þetta lagaðist. Afsaka innsláttarvillu í titli korksins líka.