Hvort er betra til að klippa myndir? Ég var nefnilega að fá windows tölvu og hún er bara með windows movie maker…..hvort er betra að fá sér Sony Vegas eða Adobe Premiere PRO?
Adobe Premiere ef að þú ert að fara að fást við professional video editing. Hef notast við þetta forrit núna í nokkur ár ásamt Final Cut Pro (er á MacBook Pro ferðatölvu og PC borðtölvu) og þessi tvö forrit eru yndisleg að vinna með.
Ef þú hins vegar ert ekki að fara að fást við þunga video vinnslu þá myndi ég mæla með Sony Vegas Video. Þetta forrit er létt og þægilegt að vinna með og tekur ekki jafn mikla vinnslu. Samt sem áður býr það yfir flestum þeim fítusum sem að þú kemur til með að þurfa að nota.
Fyrir pro video vinnslu þá mæli ég með Adobe Premiere, Final Cut Pro (fyrir makka notendur) eða Avid Xpress (til fyrir bæði makka og PC).
Premiere er betra fyrir svona pro vinnslu en þú þarft líka ágætlega góða tölvu til þess að nota það. Ekki séns að ég geti notað það á lappanum mínum (1.6ghz dual core örgjörvi, 1 GB vinnsluminni), þannig að ég nota Vegas og er alveg nógu sáttur.
Fullt af plássi á harða disknum og er líka með stóran flakkara.
En ég er ekkert að fara að gera neitt þvílíkt, kannski bara teiknimyndir og jafnvel stuttmyndir en ekkert proffessional. En er ekki hægt að nota Adobe after effects með Sony vegas til að gera svona cool effecta??
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..