Ég er með smávandamál varðandi skjáinn minn.

Ég fékk hann fyrir tveimur árum svo hann er frekar nýlegur, ekki flatskjár, 14" og svolítill hlunkur. Hann hefur samt alltaf virkað ágætlega en undanfarið hefur hann byrjað að suða alveg rosalega. Suðið er mjög skært, eins og hátíðni (hvalahljóð ef það útskýrir það betur). Þegar ég hagræði snúrum aftan á þá hættir suðið í svona 2-3 mínútur en kemur svo aftur. Það er samt eitt skrítið, þegar ég er með Warcraft 3 leikinn opinn þá suðar hann ekkert, svo mér datt í hug að þetta tengdist upplausninni á einhvern hátt, eða einhverju slíku, stillingum t.d. Þetta gæti líka tengst því að ég þurfti að reinstalla Windows XP um daginn eftir að hafa lent í veseni.

Veit einhver hvað gæti verið að?

Bætt við 3. apríl 2007 - 23:21
Ég hef líka reynt að skipta um innstungur og fjöltengi, það gerir lítið sem ekkert.