Hehe datt í hug að posta þessu á Tölvur og Tækni enda tengist þetta víst best því ef maður ætlar að vera svolítið hlutlaus. En annars hafiði ekki tekið eftir því hversu skrýtin þessi tölvu og hugbúnaðarfyrirtæki eru misgagnrýnd ?
Tökum dæmi,
Árum áður var Apple ansi vinsælt fyrir Mac ef ég man rétt, svo dag einn kemur Bill Gates með Microsoft Windows og vá hvað þetta var spennandi stýrikerfi…Förum öll og kaupum það!
Og um leið varð Microsoft með ríkustu fyrirtækjum í heiminum. Á meðan sat Apple eftir og nýtti öll árin greinilega í það að beturumbæta sig sérstaklega fyrir vörn gegn vírusum og slíku. Á svipuðum tíma í tölvuleikjaheiminum er Nintendo að ráða ríkjum, þar til fyrirtæki nokkurt að nafni Sony fer að gera PlayStation tölvuna. Hún selst eins og lækning gegn krabbameini og þá situr Nintendo eftir.
Þetta verður svona þar til um aldarmót 2000 sirka held ég. Þá fer Mac smátt og smátt að rísa aftur enda er Windows búið að vera svo vinsælt að það varð skotmark fyrir vírusum og spyware og svo framvegis. Þá byrjar þetta rugl með það að allir ættu að hata Windows því það crashar alltaf, en sjáiði Mac! ekkert að því! förum að kaupa það. Og um leið fer Mac að seljast smátt og smátt, en samt varð ekki alveg jafn vinsælt og Windows.
Þá á sama tíma í tölvuleikjaheiminum fer Playstation 2 að koma út og hún selst ennþá betur en PlayStation. Sony heldur áfram að ráða ríkjum. En nokkrum árum seinna kemur enginn annar en Microsoft með sína eigin leikjatölvu enda vilja þeir líka vera memm of course! ;)
X-Box. Það varð víst betri tölva en Playstation 2, en náði samt sem áður ekki jafn miklum vinsældum og Playstation.
Nintendo reynir með GameCube en það virkar ekkert.
Svo um þessar mundir er Apple að rísa og er nálægt í því að fá yfirhöndina ekki aðeins í stýrikerfunum heldur líka með afþreyingu, vegna iPod. Windows er komið með Vista og það víst nokkuð nýtt og bíða margir helst eftir Service Pack 1 fyrir helstu uppfærslur enda svolítið mikið af göllum heyri ég. En svo eru leikjatölvurnar að fara að nýta sér hágæðaupplausnir í sjónvörpum og því fóru Microsoft og gerðu X-Box 360 sem fór að njóta mikillar vinsældar. Mánuðum seinna kemur Nintendo með Wii leikjatölvunna sem er víst ekki um grafíkina eins og hinir, heldur spiluninna. Það rokselst.
En þá loksins setja Sony Playstation 3 leikjatölvunna á markaðinn eftir mikla framleiðsluerfiðleika og svo framvegis til að geta keppt við X-Box og þannig. En þrátt fyrir að vera með öflugan örgjava og helvíti netta grafík þá er hún víst dýrasta leikjatölvan. Og á Íslandi er hún meira að segja 20.000 krónum dýrari en í útlöndum. En hver veit, kannski heldur Sony sínu striki á markaðinum, kannski ekki. En þrátt fyrir það þá er Wii greinilega að sigra þennan bardaga.
En þegar maður hugsar útí það þá er Microsoft gagnrýnt og sagt vera lélegt fyrirtæki vegna Windows, en um leið er fyrirtækinu fagnað vegna X-Box. Sony fer í staðinn að verða gagnrýnt vegna Playstation 3 og persónulega hef ég ekki grænan grun um hvernig þetta mun enda…! :D
Vona að þið nennið að lesa þetta allt saman og gagnrýnið eins og þið viljið bara engin skítköst takk fyrir. Mínar heimildir eru gamall lestur í wikipedia fyrir löngu sem ég var að muna eftir fyrir stuttu og fékk einhverja löngun til að deila því með öllum hinum…:/