Er tölvan þín orðin hægvirk og sein í vinnslu?
Grunar þig að vírusar séu í tölvunni?
Er tölvan þín full af forritum (spy-ware) sem þú veist ekki hvað eru?
Ef þér finnst eitthað af ofangreindu eiga við um tölvuna þína þá er
tölvuhreinsun lausnin.
Útskriftarnemendur í rafmagns- og tölvuverkfræði hyggjast bjóða upp á
slíka þjónustu helgina 23. til 25. mars í stofu 352 í VR II. Þjónusta þessi er til styrktar útskriftarferð þeirra til USA þar sem skoðuð eru fyrirtæki í rafmagns- og tölvugeiranum. Með í för verður fastráðinn kennari frá skorinni.
Geta þeir sem vilja komið með fartölvuna/borðtölvuna sína föstudaginn 23.
milli kl. 14:00 og 21:00 eða á laugardaginn 24. milli kl. 10:30 og 18:00. Gert er ráð fyrir að tölvurnar verði tilbúnar í síðasta lagi að kvöldi sunnudags.
Með tölvuhreinsun er hugmyndin að afrita þau gögn sem eigandinn óskar
eftir, hreinsa að því loknu allt af tölvunni og enduruppsetja stýrikerfi
hennar. Þannig má gera gamla tölvu eins og nýja og er niðurstaðan
hraðvirkari, öruggari og betri tölva, án þess að þú sjálf(ur) þurfir að
standa í tímafrekri vinnu við enduruppsetningu.
Einnig er hægt að kaupa öryggisafritun gagna á DVD diska. Tilvalið
tækifæri til að taka öryggisafrit af fjölskyldumyndunum!
Verðskrá:
Fyrir enduruppsetningu:
Tilboð 1: 3000kr fyrir enduruppsetningu á stýrikerfi og hugbúnaði Tilboð 2: 5500kr fyrir enduruppsetningu á stýrikerfi og hugbúnaði ásamt afritun á gögnum.
Annað:
Öryggisafrit (t.d. af fjölskyldumyndunum) á DVD diska: 2000kr/disk
Varnarpakki m/uppsetningu (vírusvörn og spy-ware vörn): 1000kr
Eftirfarandi vinnureglum verður fylgt:
1. Tökum aðeins við vélum með Windows XP, Windows 2000 eða Windows Vista.
2. Varðandi afritun. Notandi sem borgar fyrir afritun gagna verður að tiltaka þau gögn sem afrita á. Athugið að öll gögn, sem ekki eru tiltekin ásamt stillingum munu tapast. *Engin ábyrgð er þó tekin á gögnum eða hugbúnaði sem kynni að tapast.*
3. Stýrikerfið verður enduruppsett ásamt Office pakkanum ef hann er til fyrir. Annar hugbúnaður verður settur inn á tölvuna /ef, og aðeins ef/ notandinn lætur hann fylgja með (á geisladiski).
4. Sett er upp vírusvörn og spyware vörn á tölvuna ef þess er óskað gegn
vægu gjaldi (sjá verðskrá).
Ekki þarf að skrá sig sérstaklega, bara mæta á svæðið með tölvuna. Með
fartölvum þarf þó hleðslutækið að fylgja, en nóg er að koma með
tölvukassann sjálfan fyrir borðtölvur.
Frekari upplýsingar má nálgast á slóðinni:
http://rafnem.hi.is/ts
einnig má senda fyrirspurnir á eftirfarandi aðila:
Arnar Tumi Þorsteinsson ( ath19@hi.is <mailto:ath19@hi.is>)
Arnþór Magnússon (arm1@hi.is <mailto:arm1@hi.is>)
Hjalti Kristinsson (hjk1@hi.is <mailto:hjk1@hi.is>)
Sævar Öfjörð Magnússon (som1@hi.is <mailto:som1@hi.is>)
Bestu kveðjur,
Nemendur í rafmagns- og tölvuverkfræði