Ég er að ýhuga tölvukaup en ég veit bara ekki allveg hvað ég á að kaupa…
Ég er með +/- 150.000 til að eyða í tölvu, ég spyr hvað er best að fá sér, Hvaða búð og fleyra..
Linkar væri vel þegnir :)
Það eru alveg jafnmiklar líkur að hp eða ibm vélin mín bili og vél sem að ég púsla sjálfur saman.Ekki samkvæmt minni reynslu né reynslu allra annara. Allir segja að þetta sé eins og smurt brauð en ef maður ýtir nógu lengi á þá þá viðurkenna þeir að hitt og þetta hafi verið í ólagi.
Það eina sem að dell,hp o.s.f. gera eru að setja tölvurnar í umbúðir og markaðssetja.Þeir gera nú töluvert meira. Þeir eru ekki að panta tölvu frá Gunna í bæ. Þó að verksmiðjan sé í Kína eða eitthvað þá er þetta ennþá Apple vélar hannaðar af þeim og með strangara gæðaeftirliti en hjá Task eða Tölvulistanum. Ég fann nú hár milli örgjörva og viftu á tölvu frá Tölvulistanum. Reyndu að finna slíkt í Apple vél
Það tekur rúman klukkutíma að setja tölvu upp og kannski klukkutíma í viðbót sem ða ekki þarf að sinna stöðugt sem að það tekur að setja stýrikerfi o.s.f. upp.Yeah… Svo slatti tími að installa driverum af 10 CDs. Eða fara á 10 heimasíður til að finna updated drivera vegna þess að skjákortisdriverinn sem fylgdi með conflictar við driverinn að hljóðkortinu.
Ábyrgðin er alveg sú sama hjá kísildal og dell nema hvað að kísildalur er ekki með einhverja indverja í símsvörun fyrir sig.Ábyrgðin er engan vegin sú sama. Hefur þú reynt að fylgja eftir ábyrgð hjá Tölvulistanum eða BT. Taka inn tölvuna í mánuð og skila henni svo í bútum og segja að vandamálið hafi ekki legið í neinu sem var í ábyrgð. Og ég er að tala um real case hér sem að fleiri en einn hafa lent í.
Ég fann nú hár milli örgjörva og viftu á tölvu frá Tölvulistanum.Það eru oftast ekki viftur sem að liggja ofaná örgjörvum heldur heatsink
Yeah… Svo slatti tími að installa driverum af 10 CDs. Eða fara á 10 heimasíður til að finna updated drivera vegna þess að skjákortisdriverinn sem fylgdi með conflictar við driverinn að hljóðkortinu.Það eru örfáir vélbúnaðarframleiðendur og reklar frá þeim eru whql vottaðir þannig að þetta er eitthvað sem að tilheyrir fortíðinni.
Ábyrgðin er engan vegin sú sama. Hefur þú reynt að fylgja eftir ábyrgð hjá Tölvulistanum eða BT. Taka inn tölvuna í mánuð og skila henni svo í bútum og segja að vandamálið hafi ekki legið í neinu sem var í ábyrgð. Og ég er að tala um real case hér sem að fleiri en einn hafa lent í.Ég sjálfur versla hvorki við tl né bt þannig að verkstæðin þar eru mér ókunn enn ég get alveg vottað um að þær búðir sem að ég versla í eru með sín verkstæðismál á hreinu.
Sjálfur finnst mér íslensku búðirnar vera alveg samkeppnishæfar og fyrir þau sem að vilja spara sér kannski 5 þúsund krónur á 70 þúsund króna vél með því að púsla henni sjálf/ir saman og jafnvel læra eitthvða nytsamlegt framyfir það að horfa bara á einhvern kassa sem að windows gluggi opnast á.Vandamálið við þetta er að langflestum er sama um tölvuna. Hún er bara verkfærið til að vinna vinnuna eða spila leikinn. Ég hef ekki þörf til að opna xboxið og læra allt um það. Sama með heimilistölvuna. Nenni náttúrulega að uppfæra og skipta um kort og stækka diska og þannig en þegar kemur að heildartölvunni þá verð ég bara að viðurkenna að ég nenni ekki veseninu lengur. Og ég held að flestir séu þannig. Tölvur eru áhugamál en þær eru ekki áhugmál flestra. Flestir nota þær.