Ég er í vandræðum með að updeita iPodinn minn vegna þess að það er eitthvað að iTunes hjá mér.
Ég var með iTunes 7.0.2 minnir mig og svo prufaði ég að updeita það í það nýjasta.
Svo þegar ég reyni að updeita iPodinn þá segir að ég geti ekki updeitað því ég þurfi version 6.0.2 þannig að ég náði í diskinn sem fylgdi með iPodinum (30gb video, keyptur í fyrrasumar) sem var version 6.0.2 en þá kemur eitthvað svona upp:
iTunes Software License Agreement, þar geri á agree.
En þá kemur þetta upp:
The file “iTunes Library.itl” cannot be read because it was created by a newer version of iTunes.
—
Er búinn að prufa að un-installa öllu því sem tengist iTunes í tölvunni og setja það upp aftur en þetta kemur allt aftur.
Veit einhver hvað ég þarf að gera?
Eða hvort ég geti updeitað iPodinn í “sync” í Windows Media Player eins og vinur minn sagði.
Takk fyrir..