Hefur einhver hérna einhverja reynslu af GygaByte tölvum? Er eitthvað varið í þetta? Ég sá nefnilega auglýsingu frá þeím í fréttablaðinu í gær

http://www.tolvutek.is/vefur/tilbod/index.html

og sá þessa tölvu, semsagt GygaByte GZ#1. Þetta er semsagt pakki með þráðlausri mús og lyklaborði frá Logitech en skjár fylgir ekki með. Það skiptir mig ekki máli en mig vantar sárlega nýja tölvu, en á ágætis skjá.

Ég hef ekki mikið vit á tölvubúnaði en þessi tölva er allavega með eftirfarandi hluti:

AMD Sempron64 3100+
512MB DDR400 OCZ minni
160gb SATA2 8mb diskur
18xDVD SuperMulti skrifari
128mg GeForce 6100 skjástýring
7,1 Dolby Digital hljóðstýring
Windows VISTA Home Basic

Verð: 49.900 kr.

Ég veit að það er hægt að fá tölvu með helmingi stærri harðan disk og 17" LCD skjá á 100þús. en það er einfaldlega of mikið fyrir mig.

En það sem ég var að spá í að er að hvort að listin sem ég taldi upp áðan væri svona standard borðtölvubúnaður og ef að ég myndi kaupa mér þetta, hvort ég þyrfti nokkuð að kaupa mér einhverja aukahluti til þess að setja í tölvuna.