þessi linkur segir okkur ekki neitt. Hann segir bara allar mögulegar gerðir af þessari tölvu. Við þurfum að vita hvaða örgjörva, hvaða skjákort og hversu mikið minni þú ert með til þess að geta sagt þér hvort að leikurinn virki eða ekki. Hægri smelltu á My computer og farðu í properties, þar á að standa nafnið á örgjörvanum og hversu mörg GHZ hann er, þar á einnig að standa vinnsluminnið í tölvunni (RAM). Hægri smelltu svo einhverstaðar á desktopið og farðu í properties og í settnings, þar einhverstaðar ættirðu að sjá undir “Display:” nafnið á skjákortinu sem að þú ert með. Án þess að hafa þessar upplýsingar getum við ekki hjálpað þér.