Málið er að diskadrifið í tölvunni minni ákvað allt í einu að klikka. Hvarf hreinlega, fundum það hvergi nema í device manager, en þar segir í device status að það sé ekkert athugavert við neitt. Í fyrstu skiptin sem þetta gerðist var nóg að fara í RUN og láta tölvuna gera einhversskonar diskcheck þegar ég restartaði. En nú virkar það ekki lengur og við erum búin að gera, eins og áður sagði, allt sem okkur dettur í hug. Svo ef einhver getur bent mér á eitthvað sem er líklegt að hafi farið gersamlega framhjá okkur yrði ég virkilega þakklát.
Kveðja,