Sælt veri fólkið.

Ég á í smá vandræðum með að láta blue-toothið í tölvunni finna símann minn. Þó það sé kveikt á búnaðinum í báðum tækjunum finna þau ekki hvort annað. Mér grunar að þetta sé eitthva stillingaratriði í tölvunni minni.

Málið er það að mig langaði að senda lög í símann minn og nota sem símhringingar en þar sem hvorugur búnaðurinn finnur hvorn annann þá gengur það ekki upp.

Er einhver sem nennir að leggja þá miklu vinnu á sig að aðstoða mig í gegnum þetta?