Sælinú.

Lenti í þeim leiðindarpakka að opna link sem ég fékk sendan á hotmailið frá félaga mínum. Tölvan fylltist af spyware drasli og troy dóti og svona veseni. Opnaði fullt af pop-up dóti og klámsíðum og þessum skemmtilegheitum.

En allaveganna. Með því að ýta á linkin downloadaði tölvan tveimur eða þremur “finna og eyða vírusum fyrir vægt gjald” forritum sem vilja ekki fara úr tölvunni. Búinn að uninstalla þeim og restarta en þau fara ekki, fór í Ad/remove program og það var sami pakkinn þar. (forritin heita PrevX1 og Virusbusters. Fékk víst einhvern Protection bar í kaupbæti á IE browserinn fyrir neðan address bar.)

Ég er búinn að keyra Ad-Aware forritið þrisvar og henda fullt af spyware dóti og er að keyra vírusvörnina núna (er með Trend Micro Cillin) en hún finnur ekkert. Fór líka á trendmicro.com og er að skanna tölvuna gegnum netið en ekkert virðist finnast.
Tölvan niðurhól líka einhverjum Codec sem heitir E eitthvað (er svona gult E logo fyrir framan hann) og hann fer ekkert heldur. Það var upphaflega codecinn sem átti að styðja Media Player við videoið sem ég var að opna (BMW drift video dæmi eitthvað).

Getur einhver ykkar liðsinnst mér með hvað ég get gert til að henda þessu út? Er búinn að taka flestar möppur af aðal harðadisknum og setja yfir á flakkarann ef illa færi en það væri samt gott að komast út úr þessu á góðan leik.

Fyrirfram þakkir,
Aiwa