Nota tónlistarforritið Qcd.
Persónulega finnst mér það vera algjör snilld.
Þú getur gert TAG auðveldlega og gert AutoTag sem
þýðir að forritið notar CDDB til að finna fyrir þig allt um
lagið eða diskinn.
Ferð á
http://www.quinnware.com eða
http://www.quinnware.com/downloads.php til að niðurhala beint.
Eftir það niðurhelurðu
http://www.quinnware.com/list_plugins.php?plugin=25og eftir það er allt nauðsynlegt komið.
Þá opnarðu forritið, velur rauða takkann með svarta hringinum.
Velur Source og D: eða þar sem geisladiskurinn er.
Ýttu nú á Settings og vertu viss um að MP3 Audio (LAME) sé valið sem er í Encode Format.
Svo velurðu Output Files. Þar er hægt að velja hvert MP3 skrárnar fari og
hvernig þeim er skipað, þ.e.a.s. nöfnin á þeim. Þú getur breytt því með því að velja New/Edit.