Málið er að talvan mín hefur alltaf verið rosalega “dimm”. Skýrir það sig þannig að ég hef alltaf þurft að stilla alla tölvuleiki í hæsta Brightness styrkleika sem kostur er á, sem er fínt.
En hins vegar þá get ég alls ekki horft á myndir í tölvunni því þær eru svo rosalega dimmar að ég er heppinn að sjá t.d. í augun í fólki séu tvær manneskjur að tala saman.
Ég hef reynt að fixa skjáinn að framan en þar er hvergi neitt sem minnist á Brightness. Er hægt að laga þetta á einhvern hátt eða er talvan mín bara hreint og beint drasl?