Sko þannig er mál með vexti að ég var úti eitt kvöldið. Ákváðum við að kíkja á eina vinkonu okkar.. Alltílagi með það en hún var í tölvunni og alltaf þegar maður var í tölvunni fraus destopið alltaf.. Og ég veit að það voru einhverjir vírusar í henni. Ekkert mál með það.. Ég fór bara á AVG síðuna (fyrir þá sem ekki þekkja AVG er það vírusvörn) og sótti AVG free vírusvörnina.. Ég hef smá reynslu af þessu, búinn að nota hana heillegni og ekkert fengið af vírsusum. Set ég vírusvörnina upp og ætla að fara að scanna tölvuna. Kemur e-ð popup upp frá hinna vírusvörninni sem ég held að heiti CCleaner eða e-ð álíka hafi komið með svona dæmi um að geta valið um að blocka hluti og leyfa þá. Ég leyfði þetta bara.. Og svo kom e-ð frá AVG um að ég þurfti að restarta tölvunni.. Ég geri það og svo förum við út… Hringir ekki bróðir hennar í hana klukkutíma seinna og ætlar í tölvuna en nei þá restartast hún alltaf og ekkert hægt að gera..
PLÍS einhver að hjálpa mér með þetta ég veit ekkert hvað ég á að gera og ef það þarft að formatta eða e-ð þannig er ég búinn að skemma þrjár íslenskuritgerðir fyrir henni og alveg heilan helling af ljósmyndum.. Pabbi hennar og bróðir alveg grautfúlir út í mig (skiljanlega) og ég er alveg ráðalaus…
Plís einhver að vita hvað ég skuli gera :)
Með fyrirfram þökk Arnar :)