Þetta vandamál þekki ég reyndar einungis ef að fólk tengir iPodinn sinn í fyrsta skipti við Macintosh tölvu og síðan við Windows eða vice versa. Það þýðir að þú formattar iPodinn til þess að virka við annaðhvort stýrikerfið og svo þegar að þú tengir við nýtt stýrikerfi þá kemur upp valmöguleiki þess efnis að formatta fyrir það kerfi. (Ég vona að þú skiljir hvað ég er að fara).
Einfaldasta lausnin til þess að sjá um og færa lög inn á iPodinn þinn er að ná í lítið forrit sem að heitir yamipod. Það krefst þess ekki að þú farir í gegnum eitthvað setup ferli. Bara að tvísmella og þú getur byrjað að skipuleggja iPodinn þinn. Það besta er að það er ókeypis og er til fyrir öll stýrikerfi eftir því sem að ég best veit. yamipod er hægt að ná í
hérna.Kv.
NightCrow
Bætt við 9. október 2006 - 08:31 Btw ég kann vel við undirskriftina þína. Mjög Wayne Dyer-ish. Listin að stjórna eigin líðan er einmitt þessi; að velja tilfinningar sínar.