Daginn, málið er að fartölvan vinar míns fór einn daginn í hakk svo hann fór með hana í viðgerð hjá tæknival og þar kom í ljós að harði diskurinn væri ónýtur og hann þyrfti nýjan en þeir sögðust geta reynt að bjarga gögnunum fyrir 15 þúsund kall.
Málið er að þessi vinur minn er búinn að vera mikið að vinna í tónlist og allt efnið hans var inná þessum harða disk svo hann var ekki svolítið tvístígandi að láta þessa gæja um þetta fyrst þeir gátu ekki ábyrgst að þetta myndi virka.
Svo ég spyr ykkur, eru miklar líkur á að svona björgun takist? og er 15 þús algengt verð fyrir svona björgun? og hvar er besta starfsfólkið varðandi svona gagna björgun?
Ég vona að einhver geti bent mér á gott fyrirtæki. takk fyrir :)
Bætt við 24. september 2006 - 16:57
ég sé núna að það eru einhverjar málfræðivillur í póstinum en ég vona að þið fattið mig.
“svo hann var ekki svolítið tvístígandi að láta þessa gæja ”
átti auðvitað að vera
“svo hann var svolítið tvístígandi að láta þessa gæja ”