Eins og allir vita þá eru Bandaríkin eitt óvinsælasta land heims í dag og ég var að spá hvað það hefur mikið að segja í sambandi við sölu leikjatölva.
Xbox leikjatölvan er vinsælasta leikjatölvan í bandaríkjunum og aðeins þar(ég miða aðeins við síðustu kynslóð leikjatölva vegna þess að það eru ekki allar tölvurnar komnar út í nýju).
það er spurning hvort partur af ástæðunni fyrir því sé sú að Bsndaríkjamenn trúa og stýðja alltaf mest það sem þeir gera sjálfir.
og í Japan sem er einnig mjög stór markaður,á xbox ekki roð í Playstation eða Nintendo tölvurnar!
En við Evrópubúar sem erum bara kaupendur og erum ekkert í neinni framleiðslu nema þá kannski fyrir hina(veit ekki)höfum hingað til verið að kaupa Playstation og Nintendo í meira magni en xbox!
Og verð ég að viðurkenna að ég kaupi að einhverju leiti frekar Playstation og Nintendo vegna þess að þegar ég hugsa um xbox get ég alveg séð fyrir mér Bill Gates og veldið hans og peningana sem enda í Bandaríkjunum(landinu sem pirrar flesta mest)!
Komið með skoðanir!

Bætt við 8. september 2006 - 13:20
Bara svona til að þið vitið hvar ég fékk sölutölurnar þá er þetta linkurinn.
http://www.gamesarefun.com/news.php?newsid=578

bara pælingar!