Ég var aðeins að pæla. Ég á nýja acer tölvu og ég kann ekki að breyta einu sem er að pirra mig svolítið.
Málið er það að tölvan sjálf er náttúrulega á ensku, allir hlutir á ensku og ekkert mál. En um leið og ég fer inn á netið og fer inn á alþjóðlegar síður eins og bara google.COM þá fæ ég síðuna á spænsku. Margar síður sem eru svona og ég kann ekki að breyta þessu. Man ekki eftir að hafa stillt þetta, hef alltaf valið allt á ensku ef ég hef verið beðin um það.
Kann einhver á þetta?