Þannig er mál með vexti að ég get ekki notað iTunes í minni pc tölvu. Einusinni fyrir langa löngu þá virkaði það. En ekki lengur.
Ég asnaðist nefninlega til þess að ætla mér að skipta úr iTunes yfir í Winamp. Stór mistök, tek það fram.
Ég ætlaði semsagt að fá svokallað pluginn fyrir Winamp svo ég gæti notað iPod-ana mína í því blessaða forriti.
Þegar ég var búinn að stússat mikið í því, þá gerði ég þá merku uppgvötun að ég þurfti alls ekki að ná í plugin heldur átti Winamp að ráða við þetta án þess að ég væri mikið að fikta.
Svo fór allt í köku ég fékk Winamp aldrei til að virka með iPod-unum og í kjölfarið af því þá fór iTunes í hassið líka.
Núna þegar ég ætla að opna iTunes þá kemur villu melding:
iTunes has encountered a problem and needs to close. We are sorry for the inconvenience.
Svo fæ ég að velja hvort ég geri Send error report eða Don't Send.
Nú hef ég reynt ansi margt þar á meðal að endur uppsetja iTunes á PC vélinni minni og að notast við önnur sambærileg forrit svo sem iPod Access en ekkert virkar. Og alltaf fæ ég villumeldinguna.
Nú eru mínir iPod spilara keyptir hér á landi og þess vegna bið ég um aðstoð hér áður en ég fer með allt draslið upp í Apple búðina og tala við þá þar.
Takk fyrir mig og vonandi fæ ég einhver skynsamleg svör.
“I'm not xenophobic, I just hate everyone.”