Jæja, það er kannski svolítið asnalegt að skrifa grein hérna en það er ein spurning sem mér þætti gaman að fá svar við.

Ég á mér mjög góða minningu úr tónmennt í barnaskóla.
Hún er þannig að kennarinn var með eitt tölvuforrit sem var mjög sérstakt, forrit sem ég gersamlega elskaði.

Það var þannig að það voru svona margir klippibútar með tónist/hljóðum sem var hægt að raða saman þannig að það urðu til “lög”. Mig langar mjög að fá að sjá þetta forrit aftur og þess vegna spyr ég fólk sem hefur einhverja þekkingu á svona hlutum:

Vitið þið um eitthvað slíkt forrit?

Kveðja, Kálviti.
Kveðja, vodni galdrakalrinn Njartak.