Hvenær ætla þeir svo að koma með alvöru tölvur, alvöru geisladiska, alvöru allt? Hver hefur ekki lent í þessum PC-tölvum sem taka svona 2-3 mínútur í það minnsta að ræsa sig upp svona rétt áður en maður byrjar svo að vinna í þeim á óendanlega hægum hraða.

Ég vil hafa það þannig að þegar maður kveikir þá poppar bara desktopið upp, þegar ég fer í explorerinn þá kemur hann bara upp, ekkert loading og initializing kjaftæði. Svo er það playstation 2 og fleiri góðar leikjatölvur, hvað meina þeir með þessu loading bulli? Erum við svona fjandi nægjusöm að sætta okkur bara við þetta og segja, ja þetta er það besta sem til er? Nei þetta er drasl. Hafiði spilað P2? Ég held að þeir séu að toppa P1 nema kannzki GT3 sem virðist vinna á þolanlegum hraða þó svo að hann sé óþolandi með allt þetta hangs og loading bull!

Nú er ég bara búinn að úthúða vélbúnaði í dag, hvernig er þetta með geisladiska? Hvaða djók er það að maður geti rétt svo troðið einni mynd á einn DVD disk? Það hlýtur að vera hægt að vera með meiri geymslugetu og vinnslugetu, þetta er fáránlegt.

Jæja, ég nenni varla að hafa þetta mikið lengra því þá fer ég bara að endurtaka það sem ég hef áður sagt (eins og annað sé hægt!). Ég vil alvöru græjur ekki eitthvað crap eins og markaðurinn býður upp á í dag. Kannzki verður þetta komið í lag eftir svona 50 ár.