Hæ ég er með windows XP á tölvunni og allt í góðu með það, þar til að um daginn byrjaði tölvan að restarta sér uppúr þurru, (ég er búinn að reyna að finna svipaða þræði en þar er alltaf minnst á bluescreen sem kemur ekki hjá mér), svo reyndi ég að fara inná loggið mig og eftir smá restartaði tölvan sér aftur,
svona gekk þetta aftur og aftur þangað til ég lét hana vera inná logginu án þess að gera neitt, bara til að gá hvort hún myndi þá restarta sér, þá byrjaði hún að restarta sér á alveg 5 sek fresti einsog brjáluð og nú vill hún ekki kveikja á sér!
Ég ýti á takkann til að kveikja á henni og skjánum, þá kemur ljósið og allt það en skjárinn er á standby (einsog gerist þegar maður slekkur bara á tölvunni en ekki skjánum) og ekkert gerist með tölvuna nema að það heyrist eitthvað fáránlegt suð aftan úr vélinni og ég vissi ekkert hvort að þetta var vírus eða ekki, svo ég skipti um harða disk, setti annann gamlan í staðin en það breytti engu, ekkert gerðist nema eitthvað rugl suð í tölvunni. :/
hvað gæti verið vandamálið?