Ég er að vesenast með að skrifa bíómyndir á DVD+RW diska, sem skiptir kannski ekki öllu máli, heldur það að DVD spilarinn minn spilar ekki .avi, og þarf ég þessvegna að encoda/convert'a myndunum í e-ð annað skiljanlegra form, td. mpeg eða mpeg2.
Nú hef ég notað ýmis forrit og eru þau eiginlega öll jafn rosalega lengi að gera þetta. Virðast eiginlega spila myndina í heild sinni til að breyta henni, þannig þetta tekur töluverðan tíma.
En í styttra máli; er einhver með meiri og betri reynslu í þessu en ég, hvaða forrit er hraðvirkast til að nota við að breyta “tegundinni” á myndunum?
Með fyrirfram þökkum..
-= sá sem á mest dót þegar hann deyr, vinnur =-