Það er til fullt af svona forritum, en flest þeirra hafa þann galla að það er erlent niðurhal (þú ert alltaf að sækja frá einhverjum erlendis) þannig að það þarf að borga 2,5 kr á MB (miðað við Símann, 2,49 hjá OgVodafone). Ég man eftir einu “góðu” sem ég notaði á svona ókeypis dl dögum, en gallinn við það var að það var hægt, eins og flest svona forrit. Ég mæli með DC, það er eina vitið, það eru til hubbar svo litlir að það nægir nánast að setja geisladisk í tölvuna og þú ert kominn með lágmarksdeilingu. Ef þú ert ennþá ekki með nóg, þá geturðu farið á ftp://ftp.rhnet.is og náð þér í nokkur linux distró. Þá ættirðu að vera kominn með lágmarks gagnamagn á minnstu hubbana.
“If it isn't documented, it doesn't exist”