þegar að ég fékk mér nýja tölvu hjá tölvulistanum var ég ekkert smá spenntur að setja hana upp til að geta lanað og þess háttar, En viti menn, hún var biluð, svo mikið biluð að hún restartaði sér í hvert skipti sem ég fór í leik eða að horfa á mynd. Ég fór með hana í viðgerð hjá tölvulistanum tvisvar. í fyrra skiptið virðast þeir hafa gert ekkert en þeir sögðu að hún virkaði rétt hjá sér, hún var í ábirgð og ég þurfti ekkert að borga þeim. í annað skiptið þá sögðu þeir að þetta væri hugbúnaðartenkt og þeir bera ekki ábirgð á slíku, svo að ég borgaði og formataði hana þrisvar og í öll skiptin með dræverum og öllu frá vini mínum sem keipti sér nákvæmlega eins tölvu en ekkert lagaðist. ég fór með hana í tölvuþjónustuna tvisvar og sama sagan og með tölvulistann fyrir utan að ég borgaði elli fyrir seinna skiptipð af því að þeir löguðu ekkert í því fyrra (allavega almennilegri þjónusta en hjá töævulistanum). En á endanum fékk ég vin minn sem er ekkert lærður um þetta heldur bara áhugamaður(meira að seigja mjög grænn í þessu). Hann sagði að þetta væri skjákortinu að kenna, skipti um skjákort fyrir mig og ég borgaði honum bara það sem skjákortið kostaði, og allt lagaðist. Ekki láta asnalegan blaðsnepil með umsögn blekkja ykkur, áhugamenn eru oftar en ekki betri en atvinnumenn í þessu, allavega eftir minni reynslu og reynslu allar sem ég þekki. Ég mæli eindreigið með því að versla ekki hjá tölvulistanum af því að ég hef heirt mörg dæmi um álíka vandamál hjá viðskiptavinum þeirra.

kveðja
Lobsterman, sem á þessu augnabliki óskar tölvulistanum alls hins versta!!!
Þetta var awesome