Ég var að kaupa móðurborð, örgjörva, minni o.s.frv. til að setja saman sjálfur. Ég setti allt saman og kom öllu upp en svo er ég að lenda í því stundum að tölvan endurræsist bara allt í einu sjálfkrafa.
Vinur minn lenti líka í þessu. Hann keypti sama móðurborð en það lýsti sér þannig hjá honum að tölvan slökkti á sér en allar viftur voru í gangi en ekkert sást á skjánum. Það var ekki hægt að ræsa tölvuna í smá tíma eftir að hún hafði slökkt á sér.
Aftan á kassanum er svona statuspanell og þar stóð að tölvan hefði stoppað þegar það var verið að prufa minnið.
Það er í lagi með Skjáinn.
Power supplyið er 300W og í lagi.
Mig grunar að þetta gætu verið einhverja stillingar í sambandi við minnið, það er 333MHz DDR en móðurborðið styður allt að 433MHz.
Veit einhver hvað er hægt að gera í þessu ?