Góðann dag kæru hugarar
Ég er að lenda í smá leiðindum varðandi tölvuna mína. Þannig er mál með vexti að í haust keypti ég Medion RAM2500+ fartölvu hjá BT. Fínasta tölva og allt það, en með henni fylgdi Windows XP Home. Nú er komið að því að helv. stýrikerfið er farið að láta leiðinlega þannig að ég ætlaði að hreinsa út af tölvuna og setja það inn aftur.
Ég aftur á móti finn ekki Application CD né Windows diskinn sjálfann. En ég er með System Recovery diskinn, en til þess að nota hann þarf að nota Serial Numberið af Windows disknum sem finst ekki. Eftir marg ítrekaðar tilrauni hef ég einnig komist að því að diskurinn er ekki “Boot” diskur.
Er einhver með ráð við þessu?