Macromedia Flash MX - Hjálp
Ég er stundum að leika mér að gera teiknimyndir í Flash og er búinn að læra þokkalega vel á það á ca. 1/2 mánuði. Ég kann samt ekki allt sem ég væri ánægður með að kunna. Ég kann alveg að gera teiknimynd, setja hljóð og öll aðal atriði en það er eitt sem ég kann ekki en er eiginlega viss að sé hægt. Það er að að láta tölvuna hreyfa eitthvað sjálf(Notion tween). Ég kann aðláta einfaldan hlut færast en ef að ég ætla kannski að láta bíl fara fram hjá húsi, þá hreyfist húsið og allt með því tölvan velur allt þegar ég vel “Create Motin Tween”. Ef einhver getur sagt mér hvernig ég gæti þá látið bara bílin hreyfast eða sett hér link í góðar leiðbeiningar væri það vel þegið!