nýr hugbúnaður
Í dag er útgáfudagur á nýjum hugbúnaði frá Microsoft fyrir fartölvur og aðra farandgripi eins og lófatölvur og farsíma. Samkvæmt Reutersfrétt ætlar Microsoft sér stærri sneið af hugbúnaðarmarkaði á þessu sviði. Öll stýrikerfin eru undir hatti Windows og kallast Windows Mobile. Áður voru ýmis nöfn notuð fyrir þennan markað eins og Pocket PC og Windows CE. Allir stærstu framleiðendur fartölva, lófatölva og farsíma ætla að framleiða vélbúnað með þessum nýju stýrikerfum, þar á meðal HP og Toshiba.