Ég mæli með Minote tölvunum sem fást í Hugveri en ef þú ert alveg loaded ‘n’ rich og vilt geta notað hana í graphics hungry leiki þá ættirðu að athuga hin dýru inspiron módel frá DELL (þau eru með kort sem eru álíka og hin góðu geforce 4 mx kort). Haltu þig annars frá IBM fartölvunum, það er gott tech-support en verðið er alveg uppúr öllu veldi miðað við gæði vörunnar.
Sjálfur ætlaði ég að kaupa mér eina svona Minote en þá sagði hann faðir minn mér að hann þekkti framkvæmdastjóra frá ónefndu fyrirtæki sem gæti reddað mér einni góðri á heildsöluverði. Ég hef lengi vel séð eftir því að hafa ekki keypt mér svona Minote en verð víst að sætta mig við mína :(
Ég mæli með því að bíða eftir skólatilboðunum því að þannig gætirðu sparað allt að 20 þús kalli.
En svo ættirðu að spyrja sjálfan þig hvort þú þurfir svona “power on the go” því að þú gætir keypt einhverja svona notaða IBM eða álíka fyrir 20 þús eða svo sem myndi náttúrulega hafa office og allt og svo gætirðu keypt þér mikið öflugri heimilistölvu fyrir afganginn. Ég mæli allavega með því ef að þú ert leikjafíkill! Ef þú setur fartölvu og heimilistölvu með svipað afl á bakvið sig hlið við hlið og tékkar síðan á verðmiðanum þá kostar fartölvan allt að tvöfalt meira!
Á endanum er þetta samt þín ákvörðun þannig að þú skalt ekki ana út í neitt.
Good luck!
Snowy