Hm… netstjórn? Hvað áttu við? Ef þú átt við notendaþjónustu, viðhald á serverum o.þ.h. Þá held ég að þessi MCP próf séu ágæt. Ég vann við tölvuumsjón (aðstoð við notendur, sjá um servera + afrit o.þ.h.) í 3 ár, ég tók tölvubrautina í Iðnskólanum í kvöldskóla og var bara sáttur við hana - ódýr og mjög fínn grunnur. Ég er núna í tölvunarfræði í HR en þar ertu bara að læra forritun.
Reynslan er náttúrulega númer 1,2 og 3. Þú þarft að kunna helling varðandi tölvur og það skiptir miklu máli að vera þjónustulundaður, þolinmóður og skipulagður. Þú munt pottþétt læra meira fyrstu 3 mánuðina í vinnu en í allri skólagöngunni - allir sem ég hef talað við staðfesta það.
Eins og ég sagði, MCP prófin eru fín þar sem flestir eru að vinna með Windows og Office á Íslandi, þú þarft að sjálfsögðu ekki að fara í skóla til að taka þau ef þú ert skipulagður og hefur smá aga.
Ef þú ert hins vegar að spá í netstjórnun sem yfirmaður tölvudeildar e-s staðar þá myndi ég skoða eitthvað háskólanám (ekki endilega tölvunarfræði).
Kv,
Flanders