SLIDING DOORS í Flash (1.000 kall í verðlaun)
Nú þarf ég á hjálp að halda hjá Flash-gúrúum.
Ég er að hanna vef í Flash sem virkar þannig að þegar þú ýtir
á hnappana í navigation-barnum til að komast inn á aðra síðu, þá kom hlerar sem loka fyrir og opna aftur og þá birtist efnið á undirsíðunni sem beðið var um.
Ok, þarf varla að taka það fram að hanna hleranna og láta þá opnast og lokast er ekki vandamálið heldur er það hausverkurinn að finna leiðina til þess að láta 8 undirsíður fúnkera með hurðunum því að hver einasta undirsíða þarf að loka á eftir sér og opna aftur á þeirri síðu sem beðið var um og allar undirsíðurnar eru náttúrulega á sömu tímalínunni í FLA-filnum
og allir takkarnir með action-skipuninni on (release) gotoandplay og blablabla… þannig að þetta er
helvíti trickí.
Er einhver með lausn á þessu sem kann þetta og/eða á fla-file með þessu dóti?
1.000 kall í verðlaun fyrir þann sem kemur mér á sporið :)