Forritin eru yfirleitt ekki region bundin… Heyrst hefur að sumir óprúttnir aðilar noti forrit frá þriðja aðila, td. DVD Genie, til að skipta á milli regiona eftir hentisemi. Það er auðvitað bara bölvaður ótuktarskapur og tillitsleysi í garð þessarra moldríku fjölmiðlarisa sem tapa hugsanlega pening á þessu skemmdarverki á útpældri markaðssetningu þeirra.
Eitthvað kannast ég nú við að DVD drifin sjálf læsist á ákveðnum regionum en sumir hafa lent í því að eftir að hafa eitt orku í að skilgreina á hvaða regioni það skuli læsast, hverfi sú stilling við það eitt að uppfæra hugbúnað geisladrifsins með ákveðnum uppfærslum sem eru á internetinu.