Sælir
Ég er einn af starfsmönnum NetInternals. Þegar við sáum þetta núna milli jóla og nýárs frá þér, þá athuguðum við hvort það gæti verið að þarna væri á ferðinni villa hjá okkur. Við erum búnir að bera saman CostAware mælinguna við eiginlegt niður hal, og niðurstaðan er sú að CostAware sýnir um 10% MEIRA heldur en raun niðurhaldið er á netinu hjá okkur. Þetta samræmist því að meðal endursendingar hjá okkur nema um 5% (Net frá íslandssíma) og protócol overhead (FTP og TCP) telst vera nálægt 5% miða við þá pakkastærð sem við endum með (Frekar lítil vegna endursendinganna), semsagt við finnum ekkert að í forritinu. Hinsvegar værum við meira en til í að heyra frá þér ef þetta leysist ekki.
Þegar CostAware var skrifa þá var stuðst við upplýsingar um það hvernig Landssíminn mælir niðurhaldið hjá sér. Samanburður hjá okkur og þeim er með skekkjumörk sem liggja innan við 1%.
Vona að þú fáir lausn þinna mála.
Kveðja,
Eina