Ég hef verið að ræða að undanförnu við bróðir minn hvort að bloggið sé að ganga frá gömlu góðu dagbókinni.
Þar sem ég er sjálf bloggari finnst mér þetta alveg fráleit hugmynd.
Það mætti kannski líka nefna að ég hef líka skrifað í dagbók frá 16 ára aldri (ég er 27 ára núna)
Í venjulegum dagbókarskrifum segir maður frá öllu og dregur ekkert undan en þegar maður bloggar þá segi maður aðallega frá ytra lífi sínu hvað er að gerast, hvað finnst manni um hluti, skoðanir manns á t.d. bíómyndum, tónlist og fleiru. Bloggið er kannski líka meira hugsað til gera hinn venjulega meðaljón að aðeins meiru en hann/hún er og svo að fólk geti komið sjálfu sér á framfæri.
Þetta eru eiginlega bara tvær gerðir af dagbókum sem eru eiginlega ekki mjög líkar og þess vegna tel ég að hin gamla góða dagbók eigi alls ekki eftir að líða undir lok.
Góðar stelpur fara til himna,