Ljósaperan & Thomas A. Edison
Hæ, þetta er Veteran og Maur!

Við ætlum að senda inn smá fróðleik um Thomas Alva Edison og ljósaperuna hans!

Ljósapera er ein magnaðasta uppfinning sem gerð hefur verið en það var einmitt uppfinningarmaðurinn Thomas Alva Edison sem fann hana upp árið 1879.
Hann má hafa verið ánægður því hann hafði eitt um 40.000 dollurum í 1200 tilraunir. Hann var í skýunum í tvo daga þar til að allt varð svart aftur.

Thomas Alva Edison fæddist 11. febrúar 1847 í Mílan í Ohio. Hann var sjöunda og síðasta barn Samuel Edison yngri og Nancy Elliot Edison. Móðir hans var fyrrum kennari og faðir hans var þúsundþjalasmiður. Fjölskylda hans flutti til Port Huron í Michigan þegar hann var sjö ára. Þar byrjaði hann í skóla.

Hann fekk nú eitthvern aur fyrir þegar fyrstu ljósperurnar voru notaðar í gufuskipi sem bar það nafn Colimbia. Seinna meir tóku verksmiðjur New York borgar að nota þessa stórmögnuðu og nytsamlegu uppfinningu sem gjörbreitti lífi hvers og eins. New York varð því fyrsta borg heims að nota ljósaperuna.

Við á þessum tímum vitum nú ekki hvernig það er að lifa án ljósaperurunnar því núna eru ljósaperurnar til í hverju sem er. Án ljósaperunnar þá væri ekki hægt að halda almennileg jól. Það væri ekki hægt að labba úti um miðja nótt. Ekki gætum við notað náttlampa. Ljósaperur eru notaðar í allskonar hluti. Örbylgjuofna, Jólaseríur, Allskonar leikföng og svona mætti lengi telja.

Edison fann ekki bara upp ljósaperuna. Hann fann líka upp nýjar gerðir síma og plötuspilarann, hreyfimyndavélina (kvikmyndatökuvélina) og margt annað. Hann fekk við þetta viðurnefnið ,,Galdramaður Menlo Park”.

Edison var skipaður forseti bandarísku ráðleggingarnefndar sjóhersins, því hann hélt því fram að rafmagn gæti gert vopn kraftmeiri. Það var rétt hjá honum.

Edison lést árið 1931 vegna aldurs. Hann hafði á þessum 84 árum fundið upp marga tugi uppfinninga sem við notum enn þann dag í dag.

Fróðleiksmolar
Edison byrjaði í skóla í Port Huron þegar hann var sjö ára gamall. Edison fannst ekki gaman að stærðfræði og hann spurði of margra spurninga.
Tíu ára gamall bjó Edison til sína fyrstu rannsóknarstofu í kjallara hússins, sem hann bjó í með foreldrum sínum.
Tólf ára gamall byrjaði hann að vinna sem lestarstrákur á Grand Trunk lestinni. Þar seldi hann farþegum blöð og sælgæti.
Edison var boðið að hafa rannsóknarstofu sína um borð í einum lestarvagninum. En eitt sinn skjökraði lestin og efni skvettust um allt og það kviknaði í lestinni. Edison var hent út fyrir þetta. Eftir það byrjaði hann að selja blöð á lestarstöðvum. Eitt sinn þegar hann var að selja blöð á einni lestarstöðinni bjargaði hann barni stöðvastjórans. Barnið hafði dottið á lestarteinana þegar lest var á leiðinni. Faðir barnsins þakkaði Edison fyrir með því að kenna honum á símrita. Þetta var ástæða þess að hann fékk vinnu sem símritari. Edison smíðaði símrita handa sjálfum sér og byrjaði að æfa ,,morse”. Það var við þessa vinnu, sem hann uppgötvaði fyrst möguleikann á því að taka upp hljóð.
Edison hafði frá barnæsku mjög slæma heyrn. Þetta var hægt að lækna með einni aðgerð en Edison vildi ekki fara í þessa aðgerð. Hann sagði að það að vera heyrnarskertur hjálpaði honum að einbeita sér.
Edison giftist Mary Stilwell en hún lést árið 1884. Með henni átti hann þrjú börn. Árið 1886 giftist hann síðan Mina Miller og átti með henni þrjú börn.