Halló
Mig langar að skrifa eina smá grein um Internet Connection Sharing á Win Xp vél.
Ég hef verið í þeim sporum eins og svo margir að vera með utanáliggjandi ADSL mótald, ég er einnig með nokkrar tölvur heima þannig að það lá beint við að setja upp LAN og share svo internet tengingunni á allt klabbið.
Neibbbbbbb ekki svo einfalt…….
Hér að neðan er korkur sem ég sendi inn á Huga (en fékk ekki birtan, smá mistök, ekkert mál)
í korkinum kemur fram nákvæmlega hvert vandamál mitt var og svo kemur lausnin þar fyrir neðan.
“Halló allir
Mig langar til að biðja ykkur snillingana um smá hjálp með Internet Connection sharing.
Vandamál:
Ég er með nokkrar tölvur á heimilinu , nefnum þær A (tröllið mitt keyrir á XP pro) B ( Guttinn keyrir á XP pro) C (Mín auka tölva Win 200 pro)
A er með 2 netkort, annað kortið fer í Alcatel 1000 ADSL mótaldið mitt og hitt er tengt í 8 porta hubbinn minn.
B og C eru með netkort og tengjast einnig í hubbinn.
Allar tölvur sjá hvor aðra og ég get fært skrár á milli og shareað og ég veit ekki hvað, sem sagt LAN virka fullkomlega.
En hér kemur vandamálið A kemst á allar vefsíður og sækir póst og loggar sig inn á messenger, allt það sem maður myndi ætlast til að svona týpískri tölvu, en hinar tvær geta opnað messenger og eftirtaldar síður, mbl.is, msn.com, windowsupdate.com en ekki síður eins og visir.is, hugi.is og svo framvegis.
Ég er búin að reyna allt nema hella áfengi yfir allt heila klabbið og kveikja í.”
Jæja svona var það þá, ég sá svo eftir smá leit á Huga að fleiri hafa póstað með sama vandamál en ekki fengið lausn.
Ég hinsvegar var svo heppinn að rekast á einn af netsnillingum ACO Tæknivals og hann var ekki lengi að finna lausnina……
Galdra orðið er MTU………..
MTU stendur fyrir Maximum transfer u… eitthvað og vandamálið virtist liggja í misræmi í þessum tölum á milli véla.
Hægt er að nálgast tól á síðunni http://www.broadbandnuts.com sem heitir MTU tool.
Þetta tól keyrði ég á öllum vélum og setti inn töluna 1152 (ATV snillingurinn gaf þessa tölu upp) og rebootaði og húrrrrrrrra allt virkar.
Gaman væri að fá comment frá ykkur sem hafið verið í sömu sporum um hvort þetta hafi leyst ykkar vanda.
Kær kveðja
AHAEPSON