Sælir hugarar.
Síðan ég fékk ADSL hef ég verið að bæði uploada og downloada fleirri skrám en bara einni í einu, sérstaklega með mirc, eða dc++, eða ftp og ég hef tekið eftir einu sem að mig nauðsynlega vantar..
Fulla stjórn á hve mikla bandvídd hvert forrit fær..
Mig vantar þetta, og örugglega fjölmörgum öðrum notendum internetsins.
Ég vil geta deilt þeim skrám sem að ég vil án þess að hafa áhyggjur af að sum forrit taka alla bandvídd fyrir upload, á meðan að það sem ég vil downloada fari í hundana.
Ég vil endilega koma af stað mögulegum lausnum sem að fólk hér hefur kannski prófað. Til dæmis vísanir á forrit (sem ég hef eki getað fundið) eða upplýsingar á QoS í windows 2000 og XP (ég hef heyrt að það geti gert eitthvað).
Þannig að hvaða lausnir eru í boði fyrir fólk með windows stýrikerfin, hvaða lausnir fyrir linux og hvaða lausnir fyrir macnitosh?
Endilega koma með einhverjar uppástungur, þarsem ég hef ekki fundið neitt ennþá.
K.