<head>
<title>Untitled Document</title>
<meta http-equiv=“Content-Type” content=“text/html; charset=iso-8859-1”>
</head>
<body bgcolor=“#FFFFFF” text=“#000000”>
<p>Þess grein varð í raun til þegar ég og vinur
minn vorum að reyna að komast að því af hverju ég
gat ekki sent skjöl með msn. Við vorum eitthvað að spjalla
um þetta á msn og hafði þetta verið að plaga
mig áður…</p>
<p>Daginn áður þá voru við í á rúntinum
og voru þeir að bögga breiðbandstenginguna mína sem
ég er búinn að vera með í svona tvo mánuði.
Málið var það að þegar ég var ný
búinn að fá mér breiðbandið hringdi ég
í þjónustuver símans/internet og spurði hvort
ég gæti fengið fasta ip og hvað það kostaði
á mánuði.</p>
<p>Mér brá auðvitað þegar maðurinn sagði mér
að það væri ekki boðið upp á þessa
þjónustu á breiðbandinu. Ég var reyndar að
pæla meira í öðrum málum þá og ákvað
að hugsa ekkert meira út í þetta mál í
bili.</p>
<p>Svo í þessum á þessum rúnt okkar um Reykjavík
förum við að tala/rífast um þetta ip mál. Þeir
segja við mig að auðvitað eigi ég að geta fengið
fasta ip, þó að þetta sé kapal þjónusta,
enda sé það hægt í USA þar sem capalþjónusta
er gríðarlega vinsæl. Þetta vissi ég auðvitað,
en endurtók það sem starfsmaður símans internet
hafði þegar sagt við mig.</p>
<p>Eftir smá þras um það hvað ég væri
mikill auli (vegna skorts á ip) tek ég upp símann og ákveð
bara að hringja strax í þá og heimta skýringu
á málinu. Enda er það ókeypis að hringja
í þjónustuverið. Ég spyr þennan starsmann
um málið, og segji honum meira að segja frá rifrildinu
sem hafði orðið út af þessu.</p>
<p>Hann segjir mér það að ástæðan fyrir
því að ég gæti ekki fengið fasta ip tölu,
væri að NAT (network address translation) kerfið sem breiðbandið
notar útilokaði þann möguleika. Sem studdi í raun
þau rök sem mér hafði áður verið gefin.
</p>
<p>(10mín pása tekin þar sem ég brest í grát
yfir þessu öllu saman, og get ekki haldið áfram)</p>
<p>Eins og ég skrifaði fyrir ofan þá gerðist þetta
símtal daginn áður en ég fer að sýna verulegan
áhuga á vandamálinu með MSN Messenger. Þegar
ég fer að skoða þetta nánar þá kemur
í ljós að ég get ekki sent skjöl með neinu
samskonar P2P/chat client, skrítið ekki satt. Þarna fór
ég að verða verulega pirraður yfir þessu öllu
saman og ákveð að reyna að finna lausn á málinu.</p>
<p>Eftir erfiða leit hjá Microsoft, þá finn ég
þessi skilaboð á Messenger trouble shooting síðunni:
Note<br>
File transfer may not work if you are behind a network address translation (NAT)
device.</p>
<p>Ég ákvað að vista <a href="http://www.simnet.is/herberth/nat.htm“>samtali& eth;</a>
sem fór á milli okkar beggja um þetta mál. Svona
til þess að útskýra þetta betur.</p>
<p>Ef við höldum áfram, hvort sem þú/þið
lesið chat logginn eða ekki, þá brá mér heldur
betur. Ekki ættlaði ég að sætti mig við þetta.
Ekki nóg með að ég gæti ekki fengið fasta ip
þá þurfti ég að fara að sætti mig við
svona bull. En ég ákvað að lesa aðeins um þetta.</p>
<p>Þannig að ég fór á eina af uppáhalds
síðunum mínum sem er <a href=”http://www.howstuffworks.com“>How
Stuff Works</a>, en þessi síða er bara stútfull af öllu
sem maður hefur áhuga á. Þar finn ég síðu
sem fjallar um <a href=”http://www.howstuffworks.com/nat.htm">NAT tæknina</a>.
Þetta var auðvitað áhugavert lestrar efni. Þar kom
í ljós að NAT er tækni sem var fundin upp vegna ip vandamálsins.
Þá á ég við skort á ip tölum í
heiminum sem er ástæðan fyrir nýa ip staðlinum.</p>
<p>Samkvæmt því sem ég las þar á það
ekki að vera vandamál fyrir simann að bjóða notendum
breiðbandsins upp á fasta ip og eðlilega þjónustu.
Sem maður býst auðvitað við að fá…</p>
<p>Ég mæli með því að allir sem hafa áhuga
á þessu kerfi, eða eru breiðbands notendur lesi þessa
grein og fræði sig aðeins um þetta mál. Ég
vill endilega minna á það að ég er einginn sérfræðingur
um þetta kerfi né neitt annað og ég er alls ekki viss
um neitt af þessu. Þetta ætti samt að vera sniðugt
lesefni fyrir alla notendur breiðbandsins.</p>
<p>Kveðja, Hebbi.</p>
<p><br>
</p>
</body>
</html
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*